Viltu heimsækja okkur til Kenía?
Íslenska barnahjálpin kynnir ferð til Kenía í júní 2025.
Skólaheimsóknir - menning - safarí og strönd
Við heimsækjum grunnskóla og menntaskóla sem íslenska barnahjálpin starfrækir í fákærahverfum Nairobi og í Loitoktok í Masaai landi við rætur Kilimanjaro. Þátttakendur fá að kynnast skólastarfinu, aðstæðum barnanna og þjóð og landi á persónulegan hátt. Einnig upplifum við náttúrufegurð og dýralíf Kenía með heimsóknum í tvo þjóðgarða, sem og heimsókn á Indlandshafs ströndina í Mombasa. Fararstjórar eru Þórunn Helgadóttir stofnandi starfsins í Kenía ásamt Ingveldi Ýr Jónsdóttur Formanni ÍB.
Verð á ferðinni án flugs er 350.000 Kr Áætlað flugverð að auki er 130-150.000 kr
Áhugasamir eru hvattir til að hafa endilega samband í gegnum netfangið: barnahjalpin@gmail.com
Ferðaplanið
31.Maí
Ferðadagur! Lagt af stað seinnipartinn og flogið til London með British airways og gist þar eina nótt.
1.júní Flogið London- Nairobi 09:50 – 21:30.
Nairobi
2.júní Við skoðum okkur aðeins um í Nairobi. Kíkjum í búðir og á kaffihús.
3.júní Kynning á Kenískri menningu. Heimsókn í skólann. Út að borða um kvöldið.
4.júní Nairobi: Við heimsækjum fjölskyldur nemenda.
5.júní Heimsókn í skólann þar sem við kynnumst skólastarfinu betur. Þjóðminjasafnið og snákagarðurinn.
6.júní Við heimsækjum teræktarsvæðið í hæðunum fyrir ofan Nairobi. Út að borða og danssýning um kvöldið
7.júní Við heimsækjum gíraffa garðinn og Karen Blixen safnið. Við kíkjum í skólann um morguninn. Frjáls tími eftir hádegi
Loitoktok
8.júní
Keyrt til Loitoktok – heimsókn í skólann þar eftir hádegi
9.júní
Heimsóknir til Masaai fjölskyldna
Safarí: Amboseli - Tsavo West
10. júní Amboseli Þjóðgarðurinn liggur við rætur Kilimanjaro. Hann er stundum kallaður fílahöfðuborg heimsins. Um morguninn förum við í safarí ferð um garðinn og skoðum dýralífið. Um kl 12 förum við á hótelið og tékkum okkur inn. Hlaðborð í hádeginu. Um kl 4 þá förum við aftur á stjá að skoða dýralífið. Reynum að koma auga á ljón.
11.júní Tsavo west er víðfeðmur náttúrugarður. Hann er afskekktur og skartar einstaklega fallegu landslagi. Við komum á hótelið um kl 12.00. Við fáum okkur hádegismat, förum í laugina og njótum þessa fallega staðar. Um kl 16.30 keyrum við til Mzima springs og förum þar í smá göngutúr. Þar má gjarnan koma auga á flóðhesta og krókódíla.
Keníska ströndin - Mombasa
12.júní 09.30 Laggt af stað frá Tsavo west í lestina kl Koma á hótelið klukkan 15:30 Slökum á og njótum
13.júní Frjálsdagur
14.júní Bátsferð út að kóralrifinu og snorkl. Frjáls dagur eftir hádegi.
15.júní Skoðunarferð um gamla bæinn í Mombasa. Flug til Nairobi seinnipartinn og flug aftur til Íslands um kvöldið. Nairobi - London kl 23:25 - Lending í Keflavík miðvikudaginn 16.júní kl 10:50
Innifalið:
Nairobi og Loitoktok - Innifalið: Öll gisting, bílar, lest, matur- að meðaltali tvær máltíðir á dag. Ekki innifalið: Máltíðir á veitingahúsum og kaffihúsum. Aðgangur á söfn og garða. Gjafir í heimsóknum til fjölskyldna.
Safari - Innifalið: hótel með þremur máltíðum, bíla og aðgangseyrir í þjóðgarða. Ekki innifalið: Drykkir á hótelunum, þjórfé.
Strönd- Innifalið: lest, bíll frá lest á strandhótel, bíll á innanlandsflugvöll, innanlandsflug, morgunmatur og kvöldmatur á hótelunum. Ekki innifalið: Hádegismatur í lest og á veitingastöðum, drykkir á hótelunum, þjórfé, bátsferð.